Eftirsjá
Sumarið svaka heitt
Synd að sitja inni hér
Pabbi mér finnst þetta afar leitt
Ég veit hvað ég gerði af mér.

Ætli ég komist aftur út?
Alltaf var ég engill
Set ekki lengur á mig stút
Kannski vitlaus tengill!!

Tímanum er tapað
Tárin leka hratt
Þegar hef ég hrapað
Niður fjallið bratt.  
Lára Hrund
1989 - ...
Allir gera eitthvað af sér.. einhverntíma..


Ljóð eftir Láru Hrund

Dapurleg nótt
Litla barnið
Dauðinn
Vinarmissir
Ævintýri
Eftirsjá
Fanney
Barátta