Synd
Að standast þær þrautir
sem lagðar eru hér
að forðast þær snörur
sem þvælast fyrir mér
hefur reynst mér þrautin þung
því syndin hefur fylgt mér
allt frá því ég var ung.
Ég hlust\'ekki á eldri
og vitrari menn
því ég hef talið mér trú um að ég
viti allt betur og geri það enn
því við syndina ég elska að daðra
en afleiðingarnar elta mig
og að lokum hún heggur sem naðra.
En hvenær ég læri og hvenær ég sé
að raunveruleikinn bíður mín
handan við hornið, stendur hann
og bíður mér að koma til sín.
Ég færist sífellt nær því
en mun ég takmarkinu ná
áður en það er um seinan
og Guði ég farin er frá?
sem lagðar eru hér
að forðast þær snörur
sem þvælast fyrir mér
hefur reynst mér þrautin þung
því syndin hefur fylgt mér
allt frá því ég var ung.
Ég hlust\'ekki á eldri
og vitrari menn
því ég hef talið mér trú um að ég
viti allt betur og geri það enn
því við syndina ég elska að daðra
en afleiðingarnar elta mig
og að lokum hún heggur sem naðra.
En hvenær ég læri og hvenær ég sé
að raunveruleikinn bíður mín
handan við hornið, stendur hann
og bíður mér að koma til sín.
Ég færist sífellt nær því
en mun ég takmarkinu ná
áður en það er um seinan
og Guði ég farin er frá?
Allur réttur áskilinn höfundi