ved dyrehavsbakken
í ljósaskiptunum

sat hún
dökkhærð
með uppsett hár
og litla tösku við fætur sér
á trádrumbi við skógarstíginn

þarna sat hún og beið

léttklædd
í bleikum kjól
og hælaháum skóm
með eldrauða hjartalaga

halogenblöðru
sem bærðist í golunni

hún beið

meðan við horfðum á hestakerrurnar
flytja fólkið

í átt að lestarstöðinni

þegar síðustu sólargeislarnir
léku sér í laufi trjánna
meðan skuggarnir
lengdust

og litlir ástarenglar
lágu örþreyttir á blómakrónum
uppiskroppa með örvar eftir annríki dagsins

amor amor

og þessi eilífðar bið
eftir honum
 
Hugskot
1958 - ...
um miðjan maímánuð árið 2005

allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Hugskot

Sólsetur
eins og fiðrildið
þú mátt!
pestarbyrjun
afdrep hugarflugunnar
gleymska
vorkvöld
orðvana
poppheimurinn
rætur
þurrð
fyrsti snjórinn
hvítskúrað
fingraför
ved dyrehavsbakken
blossi
leiði
lífslygin
von
yrkisefni alvöru ljóðskálds
haustregn
oddaflug yfir lauginni
á áætlun ?
Bankastræti
Pollýanna
raf magn
almannarómur
eins og álfur út úr hól
í lagi
risessan
kampavínshaf
Regnbogamynd úr Þverholtinu
Svalhöfði
Kári
íslenskt vor
morgunkoss
haust
hauststilla
biðstöð
time flies
júlídagur
andans þoka
dagrenning í lífi letiskálds
nafli alheimsins
frasar
aðventublús