Tíðarkrampar
Sársaukinn sem yfirtekur
mig og allt í kring,
eykst hægt eins og til að
láta mig vita af sér.
-Ég titra-
Þegar hann nær hámarki
staldrar hann við, augnablik,
eins og til að láta mig finna
nályktina af sjálfri mér.
-Ég græt-
Er hann nær lægð og hættir svo,
finnst mér eins og ég liggi
í sæluvímu, hamingjusöm,
ég svíf, ég flýt, ég flýg!!!
-Mig svimar-
Þá tekur þreytan við,
lamar mig frá toppi til táa,
augnlokin þyngjast,
limirnir linast...
-Ég missi stjórn á bílnum
og ek inn í kyrrstæðan trukk.
-Ég dey.-
mig og allt í kring,
eykst hægt eins og til að
láta mig vita af sér.
-Ég titra-
Þegar hann nær hámarki
staldrar hann við, augnablik,
eins og til að láta mig finna
nályktina af sjálfri mér.
-Ég græt-
Er hann nær lægð og hættir svo,
finnst mér eins og ég liggi
í sæluvímu, hamingjusöm,
ég svíf, ég flýt, ég flýg!!!
-Mig svimar-
Þá tekur þreytan við,
lamar mig frá toppi til táa,
augnlokin þyngjast,
limirnir linast...
-Ég missi stjórn á bílnum
og ek inn í kyrrstæðan trukk.
-Ég dey.-
+++ Tileinkað öllum sem fá eins mikla túrverki og ég. *Snökt!*