Í sárum
Í hyldýpi sálarinnar,
í svartholi hugans,
í deyjandi hjarta,
á ég tár...

En ekki eitt,
heldur fljót tára.

Mig langar að flýja,
að deyja,
ég get ekki meir,
Því mér finnst ég vera
að drukkna...
-Í fljóti tára.

Þú sveikst mig og særðir,
-Þú drapst mig...

Hvergi get ég leitað,
því svik þín eru hulin öðrum.

Ég hef beðist vægðar,
ég hef kallað á hjálp...
-En svo virðist sem ég hrópi
út í tómið... Ekkert svar!

Ég gæli við veiðihníf,
snerti blaðið
sem er svo beitt
Ég sker mig óvart...

Þá fatta ég
að þetta er ekkert mál,
bara loka augunum
og bíta á jaxlinn...

Það verður gott að deyja,
að finna lífið fjara út...
-Að finna ekki lengur til.

Því ég vil ekki drukkna
í fljóti tára...
-Tára minna.

Elsku Guð!
Gefðu mér styrk,
til að finna ekki til,
til að deyja ein,
eins og ég er alltaf...

-Því ég veit,
að svartholið mun grípa mig.

 
Clargína
1982 - ...
Samið, hágrátandi, eftir eitt af ALLT OF mörgum rifrildum við einn sérstakan einstakling í lífi mínu.
-Það slítur manni svo, vera særður æ ofan í æ.


Ljóð eftir Clöru Regínu

Til bjargvætta minna Föstudaginn langa (sl.)
To my friends
Hundrað kíló af sársauka
My lonely soul
Bíbí pípir úti (lag: \"Krummi krúnkar úti\")
Til bestu vinkonu minnar
Ástar-SMS til elskunnar minnar
Vögguvísa Clöru (frumsamið lag og ljóð)
Tíðarkrampar
Í sárum
Kók
Til afa míns
Dýrið
Til barnsins sem aldrei fæddist
Heatwave
Pæling
What kind.....?
Til hinna óræðu
Ástarþrá I
Ástarþrá II
Soon
Innhverf íhugun
Tapað - Fundið:
Áletrun legsteins míns
Til Önnu!
Vetur