kallinn minn
Hann er kominn aftur sagði hún og hjarta mitt tók kipp,
það barðist um af gleði því ég hef saknað þín.
Ég trúði þessu varla, það var næstum því of gott,
að hugsa sér að hann væri kominn aftur til mín.
En hún reyndist skammvinn þessi gleði, það á það til með þig,
því að þú virðist ekki vita, þó ég segi þér að,
ég elska þig og það breytist ekki neitt
og sama hvernig þetta fer þá áttu alltaf í hjarta mínu stað.
Ég vona að við hittumst aftur kallinn minn
þó ég viti ei hvar þú ert eða hvað þú ert að gera
ég veit bara að þú ert að flýja, en maður flýr nú seint sjálfan sig
því þetta er harður heimur og skrýtin tilvera,
sem þú lifir í vinurinn minn,
en ég vona að þú vaknir einn daginn og minnist mín.
Því að ég mun alltaf vera þín, vinur þinn
um alla tíð og einn daginn skiluru kannski hvað það þýðir.
Ég verð að trúa því og treysta, að þetta hafi ekki verið í síðasta sinn
sem að við kvöddumst um helgina,
því þó annar fóturinn sé kominn í gröfina, þá neita ég
að sleppa þér þangað ofaní, alla leið.
Ekki þú líka, ekki fleiri, ekki aftur,
snúðu við, bara einu sinni enn, ég elska þig ennþá, þú ert vinur minn,
kannski skiluru það einn daginn, kannski er það nú þegar orðið of seint.
það barðist um af gleði því ég hef saknað þín.
Ég trúði þessu varla, það var næstum því of gott,
að hugsa sér að hann væri kominn aftur til mín.
En hún reyndist skammvinn þessi gleði, það á það til með þig,
því að þú virðist ekki vita, þó ég segi þér að,
ég elska þig og það breytist ekki neitt
og sama hvernig þetta fer þá áttu alltaf í hjarta mínu stað.
Ég vona að við hittumst aftur kallinn minn
þó ég viti ei hvar þú ert eða hvað þú ert að gera
ég veit bara að þú ert að flýja, en maður flýr nú seint sjálfan sig
því þetta er harður heimur og skrýtin tilvera,
sem þú lifir í vinurinn minn,
en ég vona að þú vaknir einn daginn og minnist mín.
Því að ég mun alltaf vera þín, vinur þinn
um alla tíð og einn daginn skiluru kannski hvað það þýðir.
Ég verð að trúa því og treysta, að þetta hafi ekki verið í síðasta sinn
sem að við kvöddumst um helgina,
því þó annar fóturinn sé kominn í gröfina, þá neita ég
að sleppa þér þangað ofaní, alla leið.
Ekki þú líka, ekki fleiri, ekki aftur,
snúðu við, bara einu sinni enn, ég elska þig ennþá, þú ert vinur minn,
kannski skiluru það einn daginn, kannski er það nú þegar orðið of seint.
Allur réttur áskilinn höfundi