Ilmurinn þinn
Ég fann í kvöld gamalkunna lykt
sem ég bjóst ekki við að finna aftur
eins og angan af gamalli minningu
var lyktin sem við nefndum eftir þér.
Þegar ég gekk út frá þér
þefaði ég af höndunum
og þær geymdu minninguna.
Við strukum þér öllum og klöppuðum
vonandi líkaði þér það
en eftir sat þessi sterka lykt
sem einkenndi þig vinur.
Eftir að ég strauk hár þitt síðast
gat ég ennþá fundið ilminn
af þér, á hendinni minni,
í að ég hélt, síðasta sinn.
En nú fann ég hana aftur
og minntist þín
og þó eigandinn sé ólíkur þér
þá er hann góður, eins og þú varst
og þegar ég strýk hár hans
og ber hendina upp að nefinu
man ég eftir stundunum sem við áttum
á meðan nærveru þinnar naut ennþá við.
sem ég bjóst ekki við að finna aftur
eins og angan af gamalli minningu
var lyktin sem við nefndum eftir þér.
Þegar ég gekk út frá þér
þefaði ég af höndunum
og þær geymdu minninguna.
Við strukum þér öllum og klöppuðum
vonandi líkaði þér það
en eftir sat þessi sterka lykt
sem einkenndi þig vinur.
Eftir að ég strauk hár þitt síðast
gat ég ennþá fundið ilminn
af þér, á hendinni minni,
í að ég hélt, síðasta sinn.
En nú fann ég hana aftur
og minntist þín
og þó eigandinn sé ólíkur þér
þá er hann góður, eins og þú varst
og þegar ég strýk hár hans
og ber hendina upp að nefinu
man ég eftir stundunum sem við áttum
á meðan nærveru þinnar naut ennþá við.
Allur réttur áskilinn höfundi