Ilmurinn þinn
Ég fann í kvöld gamalkunna lykt
sem ég bjóst ekki við að finna aftur
eins og angan af gamalli minningu
var lyktin sem við nefndum eftir þér.

Þegar ég gekk út frá þér
þefaði ég af höndunum
og þær geymdu minninguna.

Við strukum þér öllum og klöppuðum
vonandi líkaði þér það
en eftir sat þessi sterka lykt
sem einkenndi þig vinur.

Eftir að ég strauk hár þitt síðast
gat ég ennþá fundið ilminn
af þér, á hendinni minni,
í að ég hélt, síðasta sinn.

En nú fann ég hana aftur
og minntist þín
og þó eigandinn sé ólíkur þér
þá er hann góður, eins og þú varst
og þegar ég strýk hár hans
og ber hendina upp að nefinu
man ég eftir stundunum sem við áttum
á meðan nærveru þinnar naut ennþá við.

 
Birta Jónsdóttir
1982 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Birtu Jónsdóttur

Þorri
Þú breyttir mér
Mamma
Annar júní
Ég man
Sólin mín
Svo fjarlægur
Dear friend
Thanks
Takk fyrir engilinn minn
Bangsi
hann á afmæli í dag....
án titils
I\\\'ll remain yours
It\'s over
Let go of everything
All I ask of you
Kella
......nr.1.....
.....nr.2.....
Synd
kallinn minn
Ilmurinn þinn
Í húmi hjartans
Ljósið mitt
Nafnlaust ljóð
Fyrirgefðu Guð
Ég þakka þér
Dagur án nætur
Freisting
7 weeks
You
No more regrets
enginn titill
Þú
Lystarstol
Þú um þig frá þér til þín
Thank you for it all
Loforð
farinn
Á dögum sem þessum
Meira um þig
Jesú
Bestur
þú færir mér betri morgundag
ljod1
ljod2
þú og ég
Blame me
Mamma mín
Til afa