Ljósið mitt
Eins og litla kertaljósið mitt í glugganum
hefuru tilhneigingu til að lýsa upp lífið mitt
og eins og vindurinn sem gnauðar
reyni ég stundum að slökkva þrá þína til að gleðja mig.
Dagurinn geymir margar ókomnar stundir,
sumar betri en aðrar, en flestar líða þær þó átakalaust.
Þær eru nú ekki alltaf ánægjulegar, okkar stundir,
en það breytir því ekki að þær eru okkar.
Það er orðið svolítið síðan ég heyrði röddina þína,
ég veit ekki hversu langt, en það skiptir engu,
þú ert alltaf hérna hjá mér, ég geymi þig í hjartanu
alltaf, sama hver fjarlægðin á milli okkar er.
Það nægir mér að vita að við hvílum undir sama himni
og ég vona að þú hugsir til mín ef tími gefst til
og ég vil að við verðum alltaf vinir, þú og ég,
því að þú ert ljósið mitt, fyrirgefðu að ég reyndi að slökkva þig.
hefuru tilhneigingu til að lýsa upp lífið mitt
og eins og vindurinn sem gnauðar
reyni ég stundum að slökkva þrá þína til að gleðja mig.
Dagurinn geymir margar ókomnar stundir,
sumar betri en aðrar, en flestar líða þær þó átakalaust.
Þær eru nú ekki alltaf ánægjulegar, okkar stundir,
en það breytir því ekki að þær eru okkar.
Það er orðið svolítið síðan ég heyrði röddina þína,
ég veit ekki hversu langt, en það skiptir engu,
þú ert alltaf hérna hjá mér, ég geymi þig í hjartanu
alltaf, sama hver fjarlægðin á milli okkar er.
Það nægir mér að vita að við hvílum undir sama himni
og ég vona að þú hugsir til mín ef tími gefst til
og ég vil að við verðum alltaf vinir, þú og ég,
því að þú ert ljósið mitt, fyrirgefðu að ég reyndi að slökkva þig.
Allur réttur áskilinn höfundi