Til Jóns prests Þorlákssonar
Heill sértu mikli
Milton íslenskra! -
fyrr ek aldregi
fátækt reiddist
en er hún angrar þik
ellihruman
og hindrar mik
hjálp þér veita,
gulli gæddi ek þik
ef ek gull ætti.  
Bjarni Thorarensen
1786 - 1841


Ljóð eftir Bjarna Thorarensen

Sigrúnarljóð
Til Jóns prests Þorlákssonar
Stjörnuskoðarinn
Veturinn
Kysstu mig hin mjúka mær
Um Fljótshlíð
Kossar
Hinir látnu
Solatium
Ísland
Íslands minni