Kossar
Örvast elsku blossar
æ þá mjúkir kossar
manns og konu mætast fyrst á vörum,
snertir sálu sál,
sést því elsku bál
brjótast upp í blossanum snörum.

En það þó illa fer,
út þegar brunnið er
ástar það hið eldfima tundur;
ekkert sést eptir þá
nema askan föl og grá,
en bogi Amors brostinn er í sundur.  
Bjarni Thorarensen
1786 - 1841


Ljóð eftir Bjarna Thorarensen

Sigrúnarljóð
Til Jóns prests Þorlákssonar
Stjörnuskoðarinn
Veturinn
Kysstu mig hin mjúka mær
Um Fljótshlíð
Kossar
Hinir látnu
Solatium
Ísland
Íslands minni