Solatium
Gott er til grafar
ganga einsaman,
yfir henni enginn
augu þá vætir.
Græturat ekkja ókvæntan ver,
börn trega aldrei
barnlausan hal.

Ef mér ei vilja
ástir ljá
meyjar mjúkhentar,
né mig við hjala,
unna mér aptur
ýtar hugdjarfir,
og kappar varir
mig kveðja rúnum.

Kvíði ég ei dauða,
konulaus maður,
vesæll verður enginn
þó við eg skilji.
Hlægir mig að ganga
geigvænu myrkvu
dyrnar að
degi kvöldlausum.
 
Bjarni Thorarensen
1786 - 1841


Ljóð eftir Bjarna Thorarensen

Sigrúnarljóð
Til Jóns prests Þorlákssonar
Stjörnuskoðarinn
Veturinn
Kysstu mig hin mjúka mær
Um Fljótshlíð
Kossar
Hinir látnu
Solatium
Ísland
Íslands minni