Hinir látnu
Æ hversu sætt
þeir sálugu hvíla
að hverra bústöðum
hugur minn leitar,
æ hversu sætt þeir sofa í gröfum
djúpt til rotnunar
í dupt of sokknir.

Og syrgja ei lengur
þar sorgir flýja allar,
og gleðjast ei lengur
þar gleði flýr öll,
og blunda cypressum
sorglegum undir,
unz þá engillinn
upp mun kalla.  
Bjarni Thorarensen
1786 - 1841


Ljóð eftir Bjarna Thorarensen

Sigrúnarljóð
Til Jóns prests Þorlákssonar
Stjörnuskoðarinn
Veturinn
Kysstu mig hin mjúka mær
Um Fljótshlíð
Kossar
Hinir látnu
Solatium
Ísland
Íslands minni