

Ég var reikistjarna
á reikulli braut
á ofshraða
áfram ég þaut.
Um húmið haustkalt
um hverfulan geim
ég leitaði lengi
að leiðinni heim.
Ég þráði þögull
þína gjöfulu ást
sem á norðurhimni
á næturnar sást.
Að lokum ég kom þar
að líknandi sól
sem af náð Guðs skein
á minn Norðurpól.
Ég er fastastjarnan
sem fann sinn stað
á heilögum himni
á Hauskúpustað
á reikulli braut
á ofshraða
áfram ég þaut.
Um húmið haustkalt
um hverfulan geim
ég leitaði lengi
að leiðinni heim.
Ég þráði þögull
þína gjöfulu ást
sem á norðurhimni
á næturnar sást.
Að lokum ég kom þar
að líknandi sól
sem af náð Guðs skein
á minn Norðurpól.
Ég er fastastjarnan
sem fann sinn stað
á heilögum himni
á Hauskúpustað