

Ég leitaði meðal blóma
meðal mislitra steina
leit upp til stjarna
horfði á hafið ólmast
eldinn kalla
sá ekkert heyrði ekkert;
Faðir hér er ég.
Ég leitaði meðal vatna
meðal ókunnra stíga
leit inn í mitt hjarta
horfði á stjörnur hrapa
tunglið hrópa
sá ekkert heyrði ekkert;
Faðir hér er ég.
Ég leitaði til himins
meðal lifandi orða
leit á þinn kross
horfði á þjáningu þína
náðina kalla
sá allt heyrði allt;
Faðir hér er ég.
meðal mislitra steina
leit upp til stjarna
horfði á hafið ólmast
eldinn kalla
sá ekkert heyrði ekkert;
Faðir hér er ég.
Ég leitaði meðal vatna
meðal ókunnra stíga
leit inn í mitt hjarta
horfði á stjörnur hrapa
tunglið hrópa
sá ekkert heyrði ekkert;
Faðir hér er ég.
Ég leitaði til himins
meðal lifandi orða
leit á þinn kross
horfði á þjáningu þína
náðina kalla
sá allt heyrði allt;
Faðir hér er ég.