

Trén bar við himininn
það var höfgi
yfir garðinum
og blómin ilmuðu
sem í kveðjuskini
hann vökvaði þau
með blóði sínu
og þau ilmuðu
sem aldrei fyrr
hann féll á kné
á ilmandi jurtirnar
í dauðans angist
svo kom félagi hans
tók utan um hann
og kyssti hann.
það var höfgi
yfir garðinum
og blómin ilmuðu
sem í kveðjuskini
hann vökvaði þau
með blóði sínu
og þau ilmuðu
sem aldrei fyrr
hann féll á kné
á ilmandi jurtirnar
í dauðans angist
svo kom félagi hans
tók utan um hann
og kyssti hann.