Ástarsaga
Nú er ég staddur hinumegin við hvergi
í hávaða svo auðveldum að hlustirnar kveina
ég held á glasi og bjórinn minn bergi
og ber á herðum mér krossa og steina.
Ég horfi oní djúpið og drekk þess minni
með dáið bros fast í tannlausum garði
ypptandi öxlum yfir fornri framtíðinni
sem við fortíð rétt svo jafntefli marði.
Ég gefst ekki upp, nei aldrei ég brotna
og ekki sýnast mér himnarnir fagna
ég öskra ég æpi, horfi á sjálfan mig rotna
og elska þartil ég að eilífu þagna.