Blönduósbær
Uppá hæðum Blönduóss,ég hugfagran yfir lýt,
hjartað örvast,því fegurð augun gleður.
Háu Strandafjöllin mig hrífa,er þeirra nýt,
og hverfi í skyldleik þeirra,er upp mig galdur hleður.


Fagur bærinn sem konfekt,sál mín hrifin fagnar,
fögur áin Blanda svo kröftug sé ég iða.
Í þögninni má skynja þá kyrrð er aldrei þagnar,
og þrastar hjónin syngjandi,ungahópa siða.


Hve kyrrðin getur sagt frá fögrum sumar kvöldum,
með kærleik sól í eldi,í hafsins borði kveikir.
Ég virðist ölvun finna af fegurðinar völdum,
vakna djúpt í sál mér,horfnir æsku minnar leikir.

hinn sanni listamaður,alfaðir okkar helgur,
hjartans ást djúpa,til Blönduósbæjar ber.
Nú einstökum friði blandast árnið ómsins elgur, sem elskulega heilagt um æðar mínar fer.

Laufey Dís\"05

















 
Laufey Dís Einarsdóttir
1958 - ...


Ljóð eftir Laufeyju Dis Einarsdóttur

Blönduósbær
Hálf leið á Húnaslóð
Náttúrutöfrar
Ást mín sem dó.....Kalli
Flutningur í smábæ
Sálmur
Reka viður
Þar sér þú
Vínið
Straumur lífsins
Drykkju maðurinn
Kvöl tilfinninga.
Hefur þú
Vegurinn,kærleikurinn og lífið
Fótspor Skuggana
Nálgun
Seifur