Hálf leið á Húnaslóð
Hugfangin yfir sæinn hrópa,
hjartans óskir golan ber.
Sigurvissar þær öldur sópa,
og sætar þær enda á vörum þér.

Nú berst mitt hjarta ásýnd beisla,
bros þitt fagurt nú yljar mér.
Guðsljós um mig sé ég geisla,
og gæfu þá er ég fæ frá þér.

Nú himininn mér virðist hærri,
og heilög er mér sjávar strönd.
Neonljósin nú eru nærri,
ég næstum næ í þína hönd.

Veröld guðs djúpt í mér verkar,
á völdum hans gegnum lífið fer.
Sigrar andans eru sterkar,
stolt mín hönd með Jesús er.

Sólroðinn minn vanga strýkur,
og saltur þefur um vit mín fer.
Loftsins sveipur er engu líkur,
ljúft mig drottin um galdra ber.

Laufey Dís\"05

 
Laufey Dís Einarsdóttir
1958 - ...


Ljóð eftir Laufeyju Dis Einarsdóttur

Blönduósbær
Hálf leið á Húnaslóð
Náttúrutöfrar
Ást mín sem dó.....Kalli
Flutningur í smábæ
Sálmur
Reka viður
Þar sér þú
Vínið
Straumur lífsins
Drykkju maðurinn
Kvöl tilfinninga.
Hefur þú
Vegurinn,kærleikurinn og lífið
Fótspor Skuggana
Nálgun
Seifur