Ást mín sem dó.....Kalli
Hve sál mín grét af sorgarkvölum,
og skarpur verkur mig alla tók.
Hve sár lá andin í kulda svölum,
minn hugur lagðist djúpt í mók.


Ég fann hvert tár af öðru falla,
sem fossandi á,um mína kinn.
Og hryggðar verkur að brjósti halla,
og harðann fann ég ekka minn.


Ó Kalli hve ást mín sárt er kvalinn, minn kæri sárt ég elska þig.
Þú tregur frá mér burt vast talinn,
nú tekur eilíf nóttin mig.

Laufey Dís 2004  
Laufey Dís Einarsdóttir
1958 - ...
lést úr krabbameyni júlí 2004 eftir 3ja ára stríð.....! :(


Ljóð eftir Laufeyju Dis Einarsdóttur

Blönduósbær
Hálf leið á Húnaslóð
Náttúrutöfrar
Ást mín sem dó.....Kalli
Flutningur í smábæ
Sálmur
Reka viður
Þar sér þú
Vínið
Straumur lífsins
Drykkju maðurinn
Kvöl tilfinninga.
Hefur þú
Vegurinn,kærleikurinn og lífið
Fótspor Skuggana
Nálgun
Seifur