Sálmur
Ó drottinn götu greiddu.
grædd þú í hjarta mér,Visku... og Líf mitt leiddu,
í lofsins faðm með þér.
Vonir lífi ljáðu,
líknar arminn þinn.
Í minni ævi áðu,
ætíð vert þú minn.
Ó tendraðu birtu bjarta,
frá blíðum faðmi þér.
Þá hamingju í hjarta,
ég hef í brjósti mér.
Ó faðir viltu vaka,
er veröld kastar gný.
Og burtu trega taka,
tendra sól á ný.
Þá daga er svíða sárin,
og sorgir berja á skjá.
Sölt eru tregans tárin,
þá trúr þú ert mér hjá.
Þú andar blíðum blænum,
og borgið hjarta er.
Þú bankar upp á bænum,
og blíða þín er hér.
Halt við brjóstsins barm,
börnum mínum þétt.
Við ástar þinnar arm,
áfanga leiðir rétt.
þeirra tæru tár,
Og trega á burtu vík.
þeirra æsku ár,
Þá árnast vonin rík.
Laufey Dís 1987
grædd þú í hjarta mér,Visku... og Líf mitt leiddu,
í lofsins faðm með þér.
Vonir lífi ljáðu,
líknar arminn þinn.
Í minni ævi áðu,
ætíð vert þú minn.
Ó tendraðu birtu bjarta,
frá blíðum faðmi þér.
Þá hamingju í hjarta,
ég hef í brjósti mér.
Ó faðir viltu vaka,
er veröld kastar gný.
Og burtu trega taka,
tendra sól á ný.
Þá daga er svíða sárin,
og sorgir berja á skjá.
Sölt eru tregans tárin,
þá trúr þú ert mér hjá.
Þú andar blíðum blænum,
og borgið hjarta er.
Þú bankar upp á bænum,
og blíða þín er hér.
Halt við brjóstsins barm,
börnum mínum þétt.
Við ástar þinnar arm,
áfanga leiðir rétt.
þeirra tæru tár,
Og trega á burtu vík.
þeirra æsku ár,
Þá árnast vonin rík.
Laufey Dís 1987