yrkisefni alvöru ljóðskálds
þegar ekkert yrkisefni
er unnt að
kreista
úr
korni
hugar - akursins
þegar allt er þroskað
og hunangið drýpur
svo dásamlega
gullið
af hverju strái
þegar ljóðskáldið leitar
með öllum skilningarvitum
að sorginni - eymdinni - ástleysinu
eins og að nál í heystakki
hvort er þá heimurinn
betri eða verri
en
þegar yrkisefnin
uxu á sérhverju strái
og ljóðin voru
öll
svo dásamlega döpur
er unnt að
kreista
úr
korni
hugar - akursins
þegar allt er þroskað
og hunangið drýpur
svo dásamlega
gullið
af hverju strái
þegar ljóðskáldið leitar
með öllum skilningarvitum
að sorginni - eymdinni - ástleysinu
eins og að nál í heystakki
hvort er þá heimurinn
betri eða verri
en
þegar yrkisefnin
uxu á sérhverju strái
og ljóðin voru
öll
svo dásamlega döpur
ágúst 2005
allur réttur áskilinn höfundi
allur réttur áskilinn höfundi