Á leið heim
Ég sat í strætó ásamt öðru fólki.
Það hló og var hamingjusamt,
ásamt vinum og vandamönnum.
Ég gekk út úr strætó.
Framhjá mér gekk fleira fólk.
Allt var það brosandi og hlæjandi.
Því leið vel og lifði lífinu.
Ég kom heim til mömmu og pabba.
Þau öskruðu og lömdu mig.
Sögðust hata mig og vilja ekki sjá-
mig aftur.
Ég sat því úti í kuldanum,
með tannburstann minn í hendinni,
bíð eftir því að einhver gefi mér tannkrem.

 
Kristín Hafsteinsdóttir
1989 - ...
Þegar ég bíð úti með tannburstann eftir því að fá tannkrem þýðir það að ég sit með gleðina mína en vantar einhvern til þess að deila henni með einhverjum.
Mér finnst að maður geti ekki notið hamingjunnar og gleðinni nema með einhverjum öðrum.


Ljóð eftir Kristínu Hafsteinsdóttur

Á hjartarstað
Ástin
Lífið og tilveran
Komið til Himnaríkis
Are you...
Svengd
Bréf til dóttur
stutt ljóð
Á leið heim