Gleym mér ei.
Hálfir dagar
heilsuðu sólarhringum saman
brunuðu á burt
á vetrarbraut
útí buskann
týndust
töpuðust
síðan tók Guð
mig í fangið
og merkti mig
líktog forðum
er ég festi blómið
gleym mér ei
á peysuna þína.
Gleym mér ei.