

Bátarnir flutu rauðir á firðinum
bundnir legufærum
angan spyrðings úr hjallinum
skektan á kambinum
fjarlægar minningar
þanghafið í dansi aðfalls
í takt við öldulagið
fuglinn í fjörunni
flýgur upp
svífur þöndum vængjum
og skoðar gestinn
sem kominn er
að líta þorpið
spurnaraugum.
bundnir legufærum
angan spyrðings úr hjallinum
skektan á kambinum
fjarlægar minningar
þanghafið í dansi aðfalls
í takt við öldulagið
fuglinn í fjörunni
flýgur upp
svífur þöndum vængjum
og skoðar gestinn
sem kominn er
að líta þorpið
spurnaraugum.