

Ég minnist vordaganna
þegar fjörðurinn strengdi heit
að ekki myndi hann gefa
rúm fyrir bárur
að við strákarnir
rérum eftir því
á skektunni
og kúrsinn var tekinn
misvísandi þangað
til þess að hoppa í land
handan fjarðarins
þar sem ævintýrin biðu
í klettadröngum nessins
sem annars stóðu
einsog hillingar
í hversdagsleika þorpsins
það var ekki fyrr
en sólin hafði nær
sokkið í djúpið
að skektunni
var snúið heim
þangað sem mömmurnar
biðu í flæðarmálinu
með skammirnar
þegar fjörðurinn strengdi heit
að ekki myndi hann gefa
rúm fyrir bárur
að við strákarnir
rérum eftir því
á skektunni
og kúrsinn var tekinn
misvísandi þangað
til þess að hoppa í land
handan fjarðarins
þar sem ævintýrin biðu
í klettadröngum nessins
sem annars stóðu
einsog hillingar
í hversdagsleika þorpsins
það var ekki fyrr
en sólin hafði nær
sokkið í djúpið
að skektunni
var snúið heim
þangað sem mömmurnar
biðu í flæðarmálinu
með skammirnar