Á vordögum
Ég minnist vordaganna
þegar fjörðurinn strengdi heit
að ekki myndi hann gefa
rúm fyrir bárur

að við strákarnir
rérum eftir því
á skektunni
og kúrsinn var tekinn
misvísandi þangað
til þess að hoppa í land
handan fjarðarins

þar sem ævintýrin biðu
í klettadröngum nessins
sem annars stóðu
einsog hillingar
í hversdagsleika þorpsins

það var ekki fyrr
en sólin hafði nær
sokkið í djúpið
að skektunni
var snúið heim

þangað sem mömmurnar
biðu í flæðarmálinu
með skammirnar  
Janus Hafsteinn Engilbertsson
1942 - ...


Ljóð eftir Janus Hafstein

Á vordögum
Þvílíkur dagur
Haustlauf
Endurkoma
Uppgjör daganna
Eftirmáli
Kvótablús
Skipið
Trú
Gamall vinur
Á sama tíma
Fríða frá
Þagnar ljóð
Eina ástin
á bryggjunni
Nálaraugað
Vetrarsólstöður
Stafalogn
Úreldir
Að lifa
Að fæðast
Þunglyndi
Efinn
Meira en veðurspá
Steinarr í maga úlfsins
Lænur himins
Faðmlag
Að sigla
Jafnvægi
Máttvana
Vorboði
Vinur
Ljóð vegur mig
Kvótablús taka tvö
innistæðulaus orð
Dagatal
Sólarlandasæla
Í kvöld er ég glaður
Undir sænginni
Ísland í dag
Konu eins og þig
Örlög
Raunasaga
Aflaklóin
STAM