Fríða frá
Það var morgunn
og hann sat í fjörunni
lét sólina verma sig
og dáðist að fjöllunum er fjörðurinn
skartaði í spegli sínum

trillan stóð á fjörukambinum
og hann búinn að mála
Fríða frá
öðrumegin á skutinn
þegar hásetinn kom
léttur á fæti og kampakátur
með brennivínsflöskur í báðum höndum

gerðust þeir fljótt skrafhreifir
og sungu hástöfum
uns flæddi að þeim um hádegisbilið

viku síðar fréttist
af þeim í höfuðborginni

mánuði síðar komu þeir aftur
sjósettu Fríðu frá og réru til fiskjar
án þess að gera grein fyrir því
hvaðan hún væri.

 
Janus Hafsteinn Engilbertsson
1942 - ...


Ljóð eftir Janus Hafstein

Á vordögum
Þvílíkur dagur
Haustlauf
Endurkoma
Uppgjör daganna
Eftirmáli
Kvótablús
Skipið
Trú
Gamall vinur
Á sama tíma
Fríða frá
Þagnar ljóð
Eina ástin
á bryggjunni
Nálaraugað
Vetrarsólstöður
Stafalogn
Úreldir
Að lifa
Að fæðast
Þunglyndi
Efinn
Meira en veðurspá
Steinarr í maga úlfsins
Lænur himins
Faðmlag
Að sigla
Jafnvægi
Máttvana
Vorboði
Vinur
Ljóð vegur mig
Kvótablús taka tvö
innistæðulaus orð
Dagatal
Sólarlandasæla
Í kvöld er ég glaður
Undir sænginni
Ísland í dag
Konu eins og þig
Örlög
Raunasaga
Aflaklóin
STAM