Fríða frá
Það var morgunn
og hann sat í fjörunni
lét sólina verma sig
og dáðist að fjöllunum er fjörðurinn
skartaði í spegli sínum
trillan stóð á fjörukambinum
og hann búinn að mála
Fríða frá
öðrumegin á skutinn
þegar hásetinn kom
léttur á fæti og kampakátur
með brennivínsflöskur í báðum höndum
gerðust þeir fljótt skrafhreifir
og sungu hástöfum
uns flæddi að þeim um hádegisbilið
viku síðar fréttist
af þeim í höfuðborginni
mánuði síðar komu þeir aftur
sjósettu Fríðu frá og réru til fiskjar
án þess að gera grein fyrir því
hvaðan hún væri.
og hann sat í fjörunni
lét sólina verma sig
og dáðist að fjöllunum er fjörðurinn
skartaði í spegli sínum
trillan stóð á fjörukambinum
og hann búinn að mála
Fríða frá
öðrumegin á skutinn
þegar hásetinn kom
léttur á fæti og kampakátur
með brennivínsflöskur í báðum höndum
gerðust þeir fljótt skrafhreifir
og sungu hástöfum
uns flæddi að þeim um hádegisbilið
viku síðar fréttist
af þeim í höfuðborginni
mánuði síðar komu þeir aftur
sjósettu Fríðu frá og réru til fiskjar
án þess að gera grein fyrir því
hvaðan hún væri.