Þagnar ljóð
Mild orð
fágæt orð
skapandi orð
valin af kostgæfni
að færa þau í efndir
ég lagði orðin á minnið
tilbúinn á lyklaborðinu
og liðkaði fingurnar
einsog píanóleikarinn
fyrir einleikinn
en þá helltist hún
yfir mig þögnin
hún
sem alltaf kemst
að kjarnanum
segir sannleikann
umbúða lausan
í þagnar ljóði
fágæt orð
skapandi orð
valin af kostgæfni
að færa þau í efndir
ég lagði orðin á minnið
tilbúinn á lyklaborðinu
og liðkaði fingurnar
einsog píanóleikarinn
fyrir einleikinn
en þá helltist hún
yfir mig þögnin
hún
sem alltaf kemst
að kjarnanum
segir sannleikann
umbúða lausan
í þagnar ljóði