Úlpuklædd sól
Þegar hún skein hin úlpuklædda sól
og suður var miklu fjær en austur
þá runnu tár frá rosabaugum svo köldum
og risinn féll sem eittsinn var hraustur.
Eins voru aðrir miklu nær en þú
og ýmsir sem gáfu allt sem þeir áttu
en raunir hins mikla risa voru fyrir bí
er ræflar hlógu og skemmdu sem þeir máttu.
Það var hlegið og grátið og greitt með annara fé
og það gránaði í fjöllin seint um óttu
dagur leið að kveldi þó klukkan væri sjö
og kvöldið það kom að áliðinni nóttu.
En sökin var fyrnd einsog sólin sem skalf
og sumir áttu ekki fótum fjör að launa
nú hristist hún á himni hin úlpuklædda sól
og heilsan er mæld í fjölda kroppaðra kauna.
og suður var miklu fjær en austur
þá runnu tár frá rosabaugum svo köldum
og risinn féll sem eittsinn var hraustur.
Eins voru aðrir miklu nær en þú
og ýmsir sem gáfu allt sem þeir áttu
en raunir hins mikla risa voru fyrir bí
er ræflar hlógu og skemmdu sem þeir máttu.
Það var hlegið og grátið og greitt með annara fé
og það gránaði í fjöllin seint um óttu
dagur leið að kveldi þó klukkan væri sjö
og kvöldið það kom að áliðinni nóttu.
En sökin var fyrnd einsog sólin sem skalf
og sumir áttu ekki fótum fjör að launa
nú hristist hún á himni hin úlpuklædda sól
og heilsan er mæld í fjölda kroppaðra kauna.