Þessvegna tala ég með hjartanu
Ég át ljósmynd
af sjálfum mér
standandi við fjöruborðið
sólin var sokkin í hafið
og hafið glóði
svolítið
og veistu
ég er ekki frá því
að hafa fundið bragð
af brimsöltum sjónum
bómullarkenndum skýjum
votri sólinni
ég bruddi klettana
eins og brjóstsykur
bragðið af mér var
ekkert spes
var frekar seigur
en hjartað festist í tönnunum
af sjálfum mér
standandi við fjöruborðið
sólin var sokkin í hafið
og hafið glóði
svolítið
og veistu
ég er ekki frá því
að hafa fundið bragð
af brimsöltum sjónum
bómullarkenndum skýjum
votri sólinni
ég bruddi klettana
eins og brjóstsykur
bragðið af mér var
ekkert spes
var frekar seigur
en hjartað festist í tönnunum