samviska meðalmannsins
aftur

bara þú og ég í baðkari af viskí, vodka og rommi, syndandi í söltum tárum gærdagsins, syrgjandi það sem var og verður en átti aldrei að vera.

teymum sótsvört ský hversdagsins frá gluggum sálar minnar og brjótumst inn í draumana og háfleygan tilganginn, fáum far hjá baðkari frá helvíti til himna,

sköpum heim þar sem veðurfréttirnar og bæturnar og menntunin og herra Ödipus á neðri hæðinni sem er alltaf tuðandi um handklæði sem ég stal fyrir slysni af snúrunum í fyrra, eru sammála um það að ég sé topp klassa náungi sem á skilið tilbeiðslu frá heiminum eins og hann leggur sig. og á morgun, þegar þegar ég hef sannfært sjónvarpið um staðfestu mína hvað varðar innri lit hafsins og að engin þolir mótlætið eins vel og ég eftir baðkar af viskí, vodka og rommi, þá mun ég vakna í drasli dauðans, líta í spegilinn blessaða og spyrja:

er guð til?

ég sá litla stelpu. svart sítt hár niður á axlir, dökk brún augu og lítið nef. Hún var í ljósbláum kjól alsettum hvítum blómum, hélt á skólatösku, faðmaði hana að sér, hoppaði niður götuna og brosti til mín saklausu brosi. ég gat ekki brosað á móti, því að það vantaði á hana annan fótinn.

það skipti samt engu máli, hún var bara í sjónvarpinu.

bara þarna, styðjandi annarri hendinni við vegg er hún strýkur svitann af enninu og klórar í eina hnéð sitt.
ég er hérna.
ekki á ég að synda til hennar og halda í höndina á henni? það er fólk sem gerir það fyrir mig. sem gefur samvisku minni frí frá eymd hennar og hjartabrjótandi brosum.

svo hættu að pota í samviskuna mína.
þú hefur engan rétt til að teygja þig í gegnum sjónvarpið og klóra gat á drauma byggða á fornum syndum sem gengu í erfðir frá mínu fólki.
þú hefur engan rétt.
þú ert ekki hérna.
ég er hérna.
ég á þennan heim,
ég á þennan draum,
þetta er mitt viskí, mitt vodka, mitt romm.

og ég hef allan rétt til að baða mig í mínum saklausu syndum, vakna á morgnanna í drasli dauðans og spyrja:

er ég til?
 
Hörður S. Dan.
1977 - ...


Ljóð eftir Hörð

án titlils
hmm
í nótt
kona
kvöldbæn
Stund
Á röltinu meðfram miklubraut
Kraftaverk
samviska meðalmannsins
kæri veruleiki
Veruleikinn
vertu bless vinan
blikk
Ástleitnar pælingar
Dúr
Ég og þú
Hrollur hjartans
ást í veseni
Um þunglyndi
Óður til heilans
stöðugt andartak
hik
Þessvegna tala ég með hjartanu
Smá stund fyrir sjálfsmorð
heimsins minnsta ástarsamband
Gull í formi gæsar
dagur II
Mín kaldhæðna smásál
Pælingar
duttlúngar dimmunar
Minningar
Mót
Í minningu