kvöldbæn
Góða nótt kæri veruleiki
og takk fyrir alla þrálátu draumana

Góða nótt kæru syndir
og ég vona að þið takið Vísa
því sektarkennd er ég alveg búinn með

Góða nótt kæra eirðarleysi
allar blíðlegu sorgirnar þínar
áttu nú sinn part í mínum degi

Góða nótt dagur
þú heldur utan um þetta alltsaman
eins og vanalega

Góða nótt mín takmörk
ég næ taki á ykkur einhvern daginn

Og góða nótt gleði
við sjáumst á morgun.
 
Hörður S. Dan.
1977 - ...


Ljóð eftir Hörð

án titlils
hmm
í nótt
kona
kvöldbæn
Stund
Á röltinu meðfram miklubraut
Kraftaverk
samviska meðalmannsins
kæri veruleiki
Veruleikinn
vertu bless vinan
blikk
Ástleitnar pælingar
Dúr
Ég og þú
Hrollur hjartans
ást í veseni
Um þunglyndi
Óður til heilans
stöðugt andartak
hik
Þessvegna tala ég með hjartanu
Smá stund fyrir sjálfsmorð
heimsins minnsta ástarsamband
Gull í formi gæsar
dagur II
Mín kaldhæðna smásál
Pælingar
duttlúngar dimmunar
Minningar
Mót
Í minningu