

Örvast elsku blossar
æ þá mjúkir kossar
manns og konu mætast fyrst á vörum,
snertir sálu sál,
sést því elsku bál
brjótast upp í blossanum snörum.
En það þó illa fer,
út þegar brunnið er
ástar það hið eldfima tundur;
ekkert sést eptir þá
nema askan föl og grá,
en bogi Amors brostinn er í sundur.
æ þá mjúkir kossar
manns og konu mætast fyrst á vörum,
snertir sálu sál,
sést því elsku bál
brjótast upp í blossanum snörum.
En það þó illa fer,
út þegar brunnið er
ástar það hið eldfima tundur;
ekkert sést eptir þá
nema askan föl og grá,
en bogi Amors brostinn er í sundur.