

Kaldur dagur upp rann
Ég sá þetta ekki fyrir
Í æðum þér óvissan rann
og slagur hjarta þíns fraus
Kaldir dagar á eftir komu
vonleysið og tárin saman runnu
Hörund þitt svo líflaust
og sárið þitt að hverfa
Köld nóttin gekk í garð
líf þitt útí sandinn rann
Horfinn var þinn sálarneisti
sem eitt sinn glitti í augum þínum
Köld var húðin í snertingu
og tár á vanga mínum rann
Sem eitt sinn þú kysstir mig
Og sagðir að þú yrðir ætíð hér í lífi mínu
Ég sá þetta ekki fyrir
Í æðum þér óvissan rann
og slagur hjarta þíns fraus
Kaldir dagar á eftir komu
vonleysið og tárin saman runnu
Hörund þitt svo líflaust
og sárið þitt að hverfa
Köld nóttin gekk í garð
líf þitt útí sandinn rann
Horfinn var þinn sálarneisti
sem eitt sinn glitti í augum þínum
Köld var húðin í snertingu
og tár á vanga mínum rann
Sem eitt sinn þú kysstir mig
Og sagðir að þú yrðir ætíð hér í lífi mínu