Breytingar
Röddin hvíslaði að mér
eitthvað á eftir að gerast.
Eitthvað lá í loftinu
þessa nótt,
skýin þyrluðust til
í ótal myndir,
í ótal litum.
Í veggjunum heyrast sögur,
í myndunum heyrast raddir.
Þegar líða fer á daginn,
fer birtan og felur sig,
sólin breytist í mána
og skýin breytast í stjörnur.
Maðurinn fer og felur sig í hlýjunni,
og hugurinn kyssir líkamann
góða nótt.
Í veggjunum heyrast sögur,
í myndunum heyrast raddir.
eitthvað á eftir að gerast.
Eitthvað lá í loftinu
þessa nótt,
skýin þyrluðust til
í ótal myndir,
í ótal litum.
Í veggjunum heyrast sögur,
í myndunum heyrast raddir.
Þegar líða fer á daginn,
fer birtan og felur sig,
sólin breytist í mána
og skýin breytast í stjörnur.
Maðurinn fer og felur sig í hlýjunni,
og hugurinn kyssir líkamann
góða nótt.
Í veggjunum heyrast sögur,
í myndunum heyrast raddir.