Breytingar
Röddin hvíslaði að mér
eitthvað á eftir að gerast.

Eitthvað lá í loftinu
þessa nótt,
skýin þyrluðust til
í ótal myndir,
í ótal litum.

Í veggjunum heyrast sögur,
í myndunum heyrast raddir.

Þegar líða fer á daginn,
fer birtan og felur sig,
sólin breytist í mána
og skýin breytast í stjörnur.
Maðurinn fer og felur sig í hlýjunni,
og hugurinn kyssir líkamann
góða nótt.

Í veggjunum heyrast sögur,
í myndunum heyrast raddir.  
Kolbrún
1983 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

örvænting
týnd
sofandi
why
willing
sé þig
going
eftirsjá
Þær
svífandi á skýji
sjúklingur í stofu 10
Þú náðir mér
Kíktu við
hvergi
minn eini
Manneskjan
spegilmynd
saklausa þögnin
frá mér til þín
blár
Samviska
Breytingar
drama
fyrst
known
leyndarmál
skammdegið
Sýnið biðlund
tímabært