á bryggjunni
með eigur sínar
í þvældu sængurveri
snarar hann sér í land
með hnýttan skrokk
sigg í lófum
sunnudagshetja
undir stólparæðum
þar sem fánar blakta
börnin dreymir í rigníngunni
að bera sverð og skjöld
svo nál fálkaorðunnar
fái hvergi stungið í hjartastað
hann brosir við örlögunum
þegar eigin skósólar
klappa lof í lófa
fyrir gamla tryggð
er hann gengur
upp ormétna bryggjuna
í þvældu sængurveri
snarar hann sér í land
með hnýttan skrokk
sigg í lófum
sunnudagshetja
undir stólparæðum
þar sem fánar blakta
börnin dreymir í rigníngunni
að bera sverð og skjöld
svo nál fálkaorðunnar
fái hvergi stungið í hjartastað
hann brosir við örlögunum
þegar eigin skósólar
klappa lof í lófa
fyrir gamla tryggð
er hann gengur
upp ormétna bryggjuna
Úr ljóðabók minni Misvísun 1984.
Ort á sjómanna Sunnudag til heiðurs íslenskum sjómönnum. Þeir lengi lifi bravó!!!
Ort á sjómanna Sunnudag til heiðurs íslenskum sjómönnum. Þeir lengi lifi bravó!!!