Glugginn
Í glugganum mínum flögraði fugl
sem frelsinu hafði týnt.
Athafnir hans voru ekkert rugl
hans erindi í ljósið brýnt.
Þó gluggarúðan sé gegnsæ og hrein
hún granda frelsinu kann.
Leiðin til sigurs er aðeins ein
hana enginn hjálparlaust fann.
Ég opnaði gluggann eins og ég gat
þá eina þekkti ég leið
og litli fuglinn mikils það mat
nú mátti hann renna sitt skeið.
En hvenær ætlar hin Íslenska þjóð
að opna sinn glugga til fulls.
Svo frjálsir menn geta fundið sér slóð
án frekju valda og gulls
sem frelsinu hafði týnt.
Athafnir hans voru ekkert rugl
hans erindi í ljósið brýnt.
Þó gluggarúðan sé gegnsæ og hrein
hún granda frelsinu kann.
Leiðin til sigurs er aðeins ein
hana enginn hjálparlaust fann.
Ég opnaði gluggann eins og ég gat
þá eina þekkti ég leið
og litli fuglinn mikils það mat
nú mátti hann renna sitt skeið.
En hvenær ætlar hin Íslenska þjóð
að opna sinn glugga til fulls.
Svo frjálsir menn geta fundið sér slóð
án frekju valda og gulls