Amma
Gömul sál
Sem horfir út um gluggan
Í von um eitthvað nýtt.
Búin að missa alla eiginleika
Og dauðinn á næstu stráum.
Situr öllum stundum
Og gluggar í blöðin
Minnið búið að bregðast henni
Spyr sömu spurningarnar
Aftur og aftur
Og fer í taugarnar á yngri kynslóðinni.
Skilur ekki upp né niður
En vill enga hjálp frá neinum
Þrátt fyrir leiðindin
Sem virðast birtast uppúr þurru
Þá á hún samt gott hreiður
Í hjarta fjölskyldunnar.  
Ingunn Róbertsdóttir
..þegar ég sá að amma mín var búin að sitja og horfa útum gluggan í meira en 2tíma.


Ljóð eftir Ingunni

Ég vil...
Einmanna
Brjálæði...
Hver?
Trúleysi
Erfiður Dagur
Amma
Innihaldslaust..
Andstæða..
Óð til magans
?
Á ný
"án titils"
Tilraun til ljóðs
Lykt
Fífl.
Segjum svo.
Ó Kormákur