Ég vildi vera fugl
Ég vildi ég væri fugl,
Og flogið gæti um.
Flúið allt það rugl
Sem fylgir manninum.

Ég myndi flögra um heiminn
Og eitthvað út á haf,
Og ef mér svo sýndist
Ég styngdi mér á kaf.

Ég flygi yfir borgir,
Svifi þar í ró,
Ofar jarðar torgi.
Því ég hef fengið nóg .

Nóg af illsku mannsins,
Og stríði út um allt.
Nóg af hatri heimsins,
Þar sem allt er falt.

Því maðurinn er dæmdur
Til að tortíma sjálfum sér
Stríðsins tign er sæmdur,
Hann mun aldrei þrífast hér.

Sem fugl þá get ég frjáls,
Gert það sem ég vil,
Án þess þó að þurfa
Að spila mannsins spil.






 
Abbibabb
1977 - ...


Ljóð eftir Abbibabb

dagbók
Ég vildi vera fugl
Sambúð með tímanum
Rifrildi
Stundum erum við svona
sorg 3
súpan mín er köld
óður til ljóðs
sorg 4
sorg 5
brotakvöl
veruleikrit
Húsaskjól fávitans
Lambakjöt á diskinn minn
Afbrýðisemi
VInnustaður
Gamlar syndir
Djamm útúrdúr
Brúðarlín
Brennandi hjörtu
ljóð án innblásturs
Bergmál skugganna
frá degi til dags
DÍS
fjaðrahamur
Neyddur til að þegja
ég elska að míga