Endalok
Herja Heljar stormar
hart á Fryggjar börð
vaka Vítis eldar
visnar líf á jörð

Þau öfl er götu gæta
gefa enga von
illum öflum mæta
aldrei sigurs von

Höldum öll til Heljar
heimskum okkar trú
berum brotaskeljar
bág er veröld sú

Sól í síki hverfur
sekkur bjarg í sæ
dunar Dauðans elfur
dómum sí og æ

Að lokum lifnar yfir
lofgjörð hefst á ný
þó aðeins Þú einn gefir
þín hjartans atlot hlý  
María Hafþórsdóttir
1975 - ...


Ljóð eftir Maríu Hafþórsdóttur

Játning
Endurfæðing
Skömm
Endalok
Von
Einhver
Píslargangan
Ástin
Til þín
Piltur og stúlka
Orðsending til almættisins
Kom
Þorravísa
Morgunn
Meðan álfarnir dansa
In a distant world
Alsæla
Þú
Spegilmynd
What am I to you ?