Spegilmynd
Ég leit mig í speglinum
og sá loks hví þú fórst

grátbólgna hvarma
blæðandi hjarta og brotna sjálfsmynd
óraunhæfa þrá eftir ást
sem ég gat þó sjálf ekki gefið

Gríman féll
og eftir stóð ég nakin
frammi fyrir sjálfri mér
sá niður í hyldýpi sálar minnar
- mína eigin bresti
- mín eigin sár
- minn eigin ótta

og ég fann hve ég þráði
að vernda þetta litla hjarta
þetta nýfundna barn
er bjó innra með mér
án þess að hafa verið sinnt svo lengi

ég opnaði faðm minn
og heyrði orðin læðast af vörum mínum
- fyrirgefðu
- fyrirgefðu mér það að hafa gleymt þér  
María Hafþórsdóttir
1975 - ...


Ljóð eftir Maríu Hafþórsdóttur

Játning
Endurfæðing
Skömm
Endalok
Von
Einhver
Píslargangan
Ástin
Til þín
Piltur og stúlka
Orðsending til almættisins
Kom
Þorravísa
Morgunn
Meðan álfarnir dansa
In a distant world
Alsæla
Þú
Spegilmynd
What am I to you ?