Meðan álfarnir dansa
Leika stjörnur um himinhvolf alheimsins
meðan álfarnir dansa
við blikandi bál örlaganna
og framtíðin er rituð
í reykbólstrana er líða til himins

Og handan fjallanna býr mannkyn eitt
þar sem stjörnurnar halda þögn sína
og örlagabálið hefur slokknað
í skjóli borgarljósanna.  
María Hafþórsdóttir
1975 - ...


Ljóð eftir Maríu Hafþórsdóttur

Játning
Endurfæðing
Skömm
Endalok
Von
Einhver
Píslargangan
Ástin
Til þín
Piltur og stúlka
Orðsending til almættisins
Kom
Þorravísa
Morgunn
Meðan álfarnir dansa
In a distant world
Alsæla
Þú
Spegilmynd
What am I to you ?