Glerhús brotna
Lítil ljóshærð stelpa
Leitar að hönd pabba
Vantar styrk og hlýju
En pabbi er farinn
Ekki úr hjartanu, ekki úr minningunni
Eingöngu úr þessu jarðneska lífi
Í dag var hún kölluð morðingi
Í dag var hún beygð
En ekki brotin
Í hjartanu heyrði hún pabba segja
Ég er stoltur, ég elska, ég sakna
Ekki láta orðin meiða þú veist betur
Við vitum bæði betur stelpa mín
En pabbi ég er reið,ég er sár
Afhverju meiðir fólk syrgjandi stelpu?
Afhverju getum við ekki minnst þín saman?
Afhverju er fallegt fólk með grimma ljóta sál?
Ekki spyrja svona stelpa mín
Ég elska, ég sakna, ég er stoltur
Horfðu fallega á grimmt
Horfðu fallega á lífið og njóttu
Minnstu mín með gleði og hlýju
Mundu eftir því sem ég sagði
Mundu eftir því sem ég gerði
Mundu eftir okkur mömmu
Og vertu sár stelpa mín
Glerhús brotna þega í þau er kastað steinum
Sannleikurinn er sagna bestur
Stelpan mín
10.mars.2006