Þrautir
Eftir kvalir og þrautir
Var hluti af mér tekinn
Sár og aum lá ég og grét
Engin gat gefið mér von
Þar til hún kom
Hún settist á rúmið hjá mér
Sefaði grátur og þerraði tár
Gaf mér von og sagði
Þú reynir bara aftur
En hvað ef það klikkar hvíslaði ég
Þá er lífið þannig
Og þú lifir með því
Rós áttu þegar, gefðu henni allt
Allt sem þú átt
Ég finn að sál mín sefast
Og ég sofna í fangi hennar

13.marz 2006  
Jóhanna Iðunn
1974 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu Iðunni

Líf
1388
Glerhús brotna
Þrautir
Skrýtið
Vængbrot
Garðurinn
Vond sál
Saga af manni
Ég sé
Ást á himnum
Þungt Fótspor