Vond sál


Hjarta mitt brennur
Það brennur af sorg
Sorg yfir horfnum ástvinum

Hjarta mitt blæðir
Það blæðir af depurð
Depurð yfir einmannaleika

Hjarta mitt er mannlegt
Ég er mannleg
En vonda sálin er það ekki
Vonda sálin vill særa mig

Hjarta mitt hefur verið sterkt
Og það mun vera sterkt
Þar til það hittir vondu sálina
Á verður hjarta mitt aumt
En sál mín ekki

Glerhúsið brotnar hjá vondu sálinni
Vonda sálin er grimm
Því hún gat ekki elskað á sjúkrabeði
Heldur sat heima og beið
Hún ætlaði að vinna baráttu en tapaði

Hún tapaði virðingu og æru
Hún tapaði kærleik
Hún tapaði föður
Hún tapaði fyrir mér

10.marz 2006

 
Jóhanna Iðunn
1974 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu Iðunni

Líf
1388
Glerhús brotna
Þrautir
Skrýtið
Vængbrot
Garðurinn
Vond sál
Saga af manni
Ég sé
Ást á himnum
Þungt Fótspor