Ást á himnum
Á langþráðri stundu hann ákvað að fara

og hitta hana á ný

Hann beið þess svo lengi og hlakkaði til

Að faðmana aftur á ný

Mörg leiðindi spunnust er kvöddu þau heim

Heiminn sem við búum í

Ást þeirra fékk ekki virðingu lengur

Því fengu þau ekki sinn draum

Að hvíla hér saman var ekki þeim gefið

Því það var víst gengið frá því

Að hann skildi aldrei hvíla hér henni við hlið

Sem betur fer veit ég

Á himnum þau hittust

Þau ganga og leiðast um allt

Er kvöld hjá þeim kemur

Þau skríða í holu

Og hvílast þar saman á ný


16.marz 2006
 
Jóhanna Iðunn
1974 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu Iðunni

Líf
1388
Glerhús brotna
Þrautir
Skrýtið
Vængbrot
Garðurinn
Vond sál
Saga af manni
Ég sé
Ást á himnum
Þungt Fótspor