Nirfill að eilífu
Ég man þennan dag svo vel.
Sólin skein.
Ég hitti þig og féll um leið.
Aðra eins persónutöfra hafði ég aldrei séð.
Ég tók þig með heim.
Þú ilmaðir líka vel.
Hafðir harða og oddhvassa ímynd.
En innst inni mjúkur og ljúfur.
Með hverjum deginum sem við eyddum saman kynntumst við betur.
Hjörtu okkar voru sem eitt.
Þegar þú fórst að fölna varð ég hrædd.
Ég óttaðist að eitthvað slæmt væri að.
Ég hélt að ég hefði gert eitthvað rangt.
Skæru litirnir dofnuðu.
Á endanum varstu orðinn að engu.
Ég gat þetta ekki lengur, það var engin lausn.
Það mun þó enginn koma í þinn stað.
Ég og þú Nirfill, að eilífu.
Sólin skein.
Ég hitti þig og féll um leið.
Aðra eins persónutöfra hafði ég aldrei séð.
Ég tók þig með heim.
Þú ilmaðir líka vel.
Hafðir harða og oddhvassa ímynd.
En innst inni mjúkur og ljúfur.
Með hverjum deginum sem við eyddum saman kynntumst við betur.
Hjörtu okkar voru sem eitt.
Þegar þú fórst að fölna varð ég hrædd.
Ég óttaðist að eitthvað slæmt væri að.
Ég hélt að ég hefði gert eitthvað rangt.
Skæru litirnir dofnuðu.
Á endanum varstu orðinn að engu.
Ég gat þetta ekki lengur, það var engin lausn.
Það mun þó enginn koma í þinn stað.
Ég og þú Nirfill, að eilífu.
Samið í minningu Nirfils, ástkærs kaktusar af hvirfilkaktusategund, sem studdi mig þegar ég þurfti á því að halda. Hann lést af ókunnum orsökum vorið 2006.