Nálgun
Nálgun
Ég nálgast þig með sveflu sálar,
Er sorgir kveða um brautir hálar.
Þú ert yndi ljós þitt logar,
Látlaust það í hönd mér togar.
Augu þín er spegill sálar,
Sífellt draga mitt hjarta á tálar.
Þau mæla stórt í þagnar þrá,
Er þrautir kreista lund og brá.
Þitt bros er von þín hönd er hlý,
Í hamingju ég að því bý.
Þinn faðmur kveikir ljósið ljúfa,
Loga þess ég ei vil rjúfa.
Í sekúntu ég faðm þinn finn,
Og freista koss á þína kinn, við altari hjá Kristi kærum,
Hanns krossi við svo gullintærum.
Laufey Dís 1993.
Ég nálgast þig með sveflu sálar,
Er sorgir kveða um brautir hálar.
Þú ert yndi ljós þitt logar,
Látlaust það í hönd mér togar.
Augu þín er spegill sálar,
Sífellt draga mitt hjarta á tálar.
Þau mæla stórt í þagnar þrá,
Er þrautir kreista lund og brá.
Þitt bros er von þín hönd er hlý,
Í hamingju ég að því bý.
Þinn faðmur kveikir ljósið ljúfa,
Loga þess ég ei vil rjúfa.
Í sekúntu ég faðm þinn finn,
Og freista koss á þína kinn, við altari hjá Kristi kærum,
Hanns krossi við svo gullintærum.
Laufey Dís 1993.