Öryggi
Af hverju er hann að snjóa núna,
ég var búinn að sjá fyrir mér svo milt haust,
með rómantískri birtu frá láréttum sólargeislum
og niðurlútum hundum sem stelast til að kúka í garðinn hjá mér,
skömmustulegir greyin.

Ekkert prívat eftir að laufin fölnuðu og slitu sig laus.
Eftir standa alsberar greinarnar og hundur að skíta.

En ég,
bara sný prikinu á rimlagardínunni
einn hring og þá er ég horfinn.
En það besta er að á sama augnabliki
hverfur snjórinn og hundurinn líka.

Ég sný við.
Kem mér notalega fyrir í hlýjunni
og örygginu fyrir innan rimlagardínurnar,
dreg teppið alveg upp að höku.

"Það snjóar víst drjúgt".

Það blæs inn með óþéttum glugganum,
rimlarnir vagga þar varlega í böndunum.
Það er bara notalegt og róar mann.

"Hvað ætlarðu að lesa fyrir mig núna elskan".
 
Stefán Hermannsson
1957 - ...


Ljóð eftir Stefán Hermannsson

Hvað ef.
Öryggi
Landamæri.
Stormviðvörun.
Fróð leikur
Hverfur?
Bundið fyrir augun.
Hefurðu heilsu?
Fyrirlestur (orðræpa)
Framburður
Stef
2.stef
Dagur 725
Næsti dagur
597?
Mig langaði svo.
Ef ég hugsa mig vel um.
Við erum, er það?
Verður allt að vera
Stjórnmál.
Umbúðarlaust