

Ég er ekki týndur
ég er ennþá til
ég er enn að bíða
eftir svari sem ég skil.
Allt er hljótt í heimi
og húmið dottið á
stjörnur strjálu ljósu
skima til og frá.
Væntingar og vonir
mér vísir gáfu menn
þögnin samt hún þreytir
ég þarfnast einhvers enn.
Sendu mér í svefni
sólarljós og frið
elsku þína alla
og eilíft sjónarmið.
ég er ennþá til
ég er enn að bíða
eftir svari sem ég skil.
Allt er hljótt í heimi
og húmið dottið á
stjörnur strjálu ljósu
skima til og frá.
Væntingar og vonir
mér vísir gáfu menn
þögnin samt hún þreytir
ég þarfnast einhvers enn.
Sendu mér í svefni
sólarljós og frið
elsku þína alla
og eilíft sjónarmið.