Að falla eða vona
Ég stend á brúninni.
Er alveg að detta fram af.
Eitthvað stórt og mikið þarf til þess að toga mig frá henni.
Annars fell ég.

Ég stend svo nálægt.
Horfi á dýpið og það sem mætir mér.
Sé ekkert, bara kolsvart myrkrið.

Hvar er ljósið?
Hver slökkti það?

Ég held í vonina.
Bráðum kemur eitthvað sem togar mig frá því sem ég sé núna.
Vonandi fljótlega, ég á ekki mikið eftir.
Myrkrið er svo mikið.
En bráðum verður eitthvað sem togar í mig og gætir þess að ég falli ekki.

Mig langar að lifa en ekki svona.
Þess vegna þarf eitthvað mikið.
Ég ætla að gefa lífinu tækifæri.
Sigrast á því sem ég horfi á núna.  
Karítas
1987 - ...
Lífið er mikilvægt, við verðum að þrauka.


Ljóð eftir Karítas

Er lífið dans á rósum?
Bara ef
Slæmt útlit
Hugsanir
Ein
Spegilmyndin
Er þetta ég?
Hvar ertu?
Brosið
Að falla eða vona
Ljósið
Takk
Tilgangur lífsins
Án titils
Hræðsla
Ský og tár
Stormur
Myrkur
Allt svart
...
Er ég eitthvað?
Lífið - Yndislegt
Kramið hjarta
Það hvarf
Við vitum ekki
Minning